ABS Plast

Vörusíur

  • Boogie Woogie hillur – Stefano Giovannoni

    42.000 kr.

    Hannaðar af Stefano Giovannoni fyrir Magis á Ítalíu.

    Stefano er ítalskur iðnhönnuður og arkitekt, þekktur fyrir leikandi og framsækna nálgun á nytjahlutum. Hann hefur hannað fyrir fjölda þekktra ítalskra framleiðenda eins og Alessi, Magis og Kartell. Verk hans sameina oft mjúkar línur, líflega liti og einstakan karakter, með skýra vísun í poppmenningu og hversdagslegt notagildi.

    Boogie Woogie hillurnar endurspegla þessa nálgun — með bylgjulöguðu formi, háglans áferð og sveigjanleika sem gerir þær jafnframt að hagnýtum og sjónrænt sterkum hönnunarhlutum.

    Sjaldgæfar, staflanlegar hillueiningar úr glansandi ABS-plasti. Hver kubbur er sjálfstæður og hægt að raða þeim saman eftir þörfum. Innri hæð hvers kubbs er u.þ.b. 33 cm, sem hentar vel undir bækur eða skrautmuni.

    Heildarstærð þriggja eininga er ca. 156 cm á hæð.

  • Stingray – Thomas Pedersen

    Stingray ruggustóll frá Thomas Pedersen (SPARK Design) fyrir Fredericia

    Verðlaun:

    • Reddot Design Award 2008
    • The Danish Design Prize 2008
    • Bobedres Klassikerpris 2010
    • Interior Innovation Award Cologne 2008
    • Boligmagasinets Designpris 2008

ALLRA NÝJASTA

Karfan mín
Scroll to Top