Leður
Sýna 1–24 af 38 niðurstöðurSorted by latest
-
Eva Highback – Bruno Mathsson, DUX (2 stk)
240.000 kr.Eva stólinn var hannaður af Bruno Mathsson árið 1941. Þessir tveir stólar voru framleiddir fyrir sænska vörumerkið Dux. Stólarnir voru keyptir hér á Íslandi fyrir um 30 árum.
Ástand er ágætt miðað við aldur.
-
TONON Wave Stóll
400.000 kr.Erum með til sölu tvo einstaklega vel með farna Tonon Wave hægindastóla vegna breytinga. Stólarnir eru mjög góðu ástandi.
Þessir margverðlaunuðu stólar eru hannaðir af Peter Maly og eru þekktir fyrir tímalausa og fágaða hönnun. Þeir eru svartir á litinn og standa á glæsilegum ferköntuðum stálfæti sem gefur þeim nútímalegt yfirbragð.
Glæsileg viðbót við hvaða heimili eða skrifstofu sem er. Seljast saman á uppgefnu verði.
-
Diesis Chaise Lounge – eftir Antonio Citterio & Paolo Nava fyrir B&B Italia.
280.000 kr.Diesis Chise Lounge stóll/legubekkur eftir Antonio Citterio og Paolo Nava fyrir B&B Italia. Svart leður fyllt með gæsadún og stál. Keyptur í Casa fyrir margt löngu fyrir rétt innan við 1m króna. Lítið notaður og lítur mjög vel út. Fæst á 280.000 krónur vegna flutnings.
-
Brúnn leðursófi
160.000 kr.Vandaður leðursófi í hlýjum koníaksbrúnum lit úr þykku buffalo-leðri sem hefur veðrast einstaklega fallega. Formið er mjúkt, með djúpu sæti og lágu baki sem gerir hann fullkominn í afslöppuðu rými. Sætishæð 42 cm. Fremst á hægri armi hefur leðrið verið bætt á snyrtilegan hátt.
-
Patchwork leðursófi
160.000 kr.Lengd 182 cm –Dýpt 89 cm – Hæð 68 cm – Sætisdýpt 54 cm – Sætishæð 41 cm
-
Cidue borðstofustólar
35.000 kr.8 stólar í boði. Ekta leður. Níundi áratugurinn upp á sitt besta. 35.000 krónur stykkið eða tilboð upp á magnkaup. Fást minnst 2 saman en helst allir saman og þá á betra verði.
(Cidue saddle leather dining chair)
Hæð frá gólfi að efsta punkti á baki – 100 cm
Sætishæð – 49-50 cm (rúnnað fyrir meiri þægindi)
Sætisbreidd – 42-45 cm (aðeins breiðara aftast) -
Safari armchair – Börje Johansson (70s)
45.000 kr.Safari armchair eftir Börje Johanson. Sænsk hönnun frá 70s. Hæð setu 40 cm, dýpt setu 45 cm. Í góðu ástandi, nema að leður á setu er rispað.
-
Krómaður barstóll með svörtu leðursæti
24.000 kr.Barstóll úr krómuðu stáli með svörtu sæti. Tímalaus hönnun sem nýtur sín vel við barborð eða eldhúsborð
-
E-60 – Sóló
20.000 kr.Original price was: 20.000 kr..16.000 kr.Current price is: 16.000 kr.. -
Stólar (2 saman)
34.000 kr.Original price was: 34.000 kr..30.000 kr.Current price is: 30.000 kr..Skemmtilegir stólar úr formbeygðum við. Seljast saman.
-
Convair stólar og borð – Oddmund Vad
Þrír vel með farnir leðurstólar og borð frá Oddmund Vad frá árinu 1973.
-
Biba Salotti Max hægindastólar
110.000 kr.Max armchair by Biba Salotti. Ítalsk hönnun frá 2013.
Svart Ledur og chrom. Mjög flottur.
(Nýverð um 250.000 stykkið.)
Prís fyrir 1 stol. Tveir stólar í boði. -
Grassoler sófasett 3+1+1
Vandað ljóst leðursófasett frá spænska framleiðandanum Grassoler. Þriggja sæta sófi og tveir stakir stólar.
-
Hægindastóll & skemill
Hægindastóll með höfuðpúða og skemill. Svart leður og burstuð stálgrind.
-
EJ220 – Erik Jørgensen
330.000 kr.EJ220 var hannaður árið 1970 af Erik Jørgensen, stofnanda Erik Jørgensen Møbelfabrik. Markmið Eriks var að brjótast frá hefðbundinni sófahönnun þess tíma og skapa sófa með hreinum línum og mjúkum púðum. Sígildur danskur hönnunargripur, þekktur fyrir tímalausa glæsileika og náttúrulegt þægindi.
Brúnn 3 sæta
Kostar nýr um 700.000 kr
Sófinn var keyptur 2004 eða 2005 -
Sófi 2212 – Børge Mogensen
Rauður sófi, 2 sæta. Hágæða danskur leðursófi. Børge Mogensen, tveggja sæta. Kostar nýr 1.600.000 en fæst á 330.000
Nánari upplýsingar um verð og stærð og leður
https://www.pamono.co.uk/reddish-brown-leather-on-legs-in-oak-2-seater-sofa-model-no-2212-by-borge-mogensen-for-fredericia-furniture-denmark-1980s -
Siesta chair – Ingmar Relling (Westnofa furniture)
Glæsilegur stóll frá hönnuðinum Ingmar Relling, stóllinn er frá því kringum 1970 og er vel með farinn. Stóllinn var nýlega teginn í gegn af dr.leður og er leðrið 100% standi. Þetta er sjaldséður stóll á Íslandi, Vest.is er að selja þessa stóla í dag og kostar armstóllinn með leðri tæpar 500.000 kr. og óska ég eftir tilboði í stólinn. Er að selja hann vegna breytinga. Er til í að láta hann á 120.000 vegna breytinga.
-
Svartur leðursófi
Sófinn er úr þykku buffalo-leðri sem hefur veðrast einstaklega fallega með aldrinum. Djúpt sæti og lágt bak – fullkomið í afslappað rými. Sætishæð 42 cm.
-
Tirup hægindastóll
70.000 kr.Original price was: 70.000 kr..42.000 kr.Current price is: 42.000 kr..Tirup er þægilegur og stílhreinn hægindastóll. Stóllinn er með ávalar línur og mjúkar sveigjur sem veita góðan stuðning við bak og axlir. Hann stendur á snúningsfæti.
-
LC4 Legubekkur
650.000 kr.LC4 legubekkur – Cassina vintage (Le Corbusier, Jeanneret & Perriand)
Einstakt vintage eintak af LC4 legubekknum – einum frægasta hönnunargripi 20. aldar. Bekkurinn var hannaður árið 1928 af Le Corbusier, Pierre Jeanneret og Charlotte Perriand, og hefur verið framleiddur af Cassina síðan 1965 með vottaðri upprunamerkingu. Bekkurinn er í svörtu leðri með lakkaðri stálgrind og stillanlegu baki. Ástandið er mjög gott miðað við aldur – náttúruleg slit og patína sem gefa gripnum karakter án þess að skerða notagildi.
Framleiðandi: Cassina (merkt eintak)
Hönnuðir: Le Corbusier, Pierre Jeanneret, Charlotte Perriand
Hönnunarár: 1928
Framleiðsla: Italy, Cassina (vintage)
Efni: Svart leður og svartlökkuð stálgrind
Ástand: Góðu vintage ástandi – smávægileg eðlileg slit -
“Model 9230” – Henning Larssen, FH
90.000 kr.FH Model 9230 – Henning Larsen fyrir Fritz Hansen (1967)
Skúlptúral stóll hannaður árið 1967 af danska arkitektinum og húsgagnahönnuðinum Henning Larsen fyrir Fritz Hansen í Danmörku.
Model 9230 var upphaflega hannaður fyrir hið þekkta Kar kaffihús í Kaupmannahöfn, og er óvenjuleg blanda af einfaldleika og grafísku formi. Grindin er úr stálrörum og einkennist af skrautlegu formi í bakinu sem gefur stólnum skúlptúrlíkt útlit – einstakur hönnunargripur frá gullöld danskra húsgagna.Þetta tiltekna eintak er merkt frá árinu 1985, og er í góðu vintage ástandi með fallegri patínu. Sjaldséður stóll á íslenskum markaði og eftirsóttur meðal safnara og hönnunarunnenda.
ALLRA NÝJASTA
-
Eva Highback – Bruno Mathsson, DUX (2 stk)
240.000 kr.Eva stólinn var hannaður af Bruno Mathsson árið 1941. Þessir tveir stólar voru framleiddir fyrir sænska vörumerkið Dux. Stólarnir voru keyptir hér á Íslandi fyrir um 30 árum.
Ástand er ágætt miðað við aldur.
-
TONON Wave Stóll
400.000 kr.Erum með til sölu tvo einstaklega vel með farna Tonon Wave hægindastóla vegna breytinga. Stólarnir eru mjög góðu ástandi.
Þessir margverðlaunuðu stólar eru hannaðir af Peter Maly og eru þekktir fyrir tímalausa og fágaða hönnun. Þeir eru svartir á litinn og standa á glæsilegum ferköntuðum stálfæti sem gefur þeim nútímalegt yfirbragð.
Glæsileg viðbót við hvaða heimili eða skrifstofu sem er. Seljast saman á uppgefnu verði.
-
Diesis Chaise Lounge – eftir Antonio Citterio & Paolo Nava fyrir B&B Italia.
280.000 kr.Diesis Chise Lounge stóll/legubekkur eftir Antonio Citterio og Paolo Nava fyrir B&B Italia. Svart leður fyllt með gæsadún og stál. Keyptur í Casa fyrir margt löngu fyrir rétt innan við 1m króna. Lítið notaður og lítur mjög vel út. Fæst á 280.000 krónur vegna flutnings.
-
HAY barstóll
42.800 kr.Original price was: 42.800 kr..36.000 kr.Current price is: 36.000 kr..Tveir barstólar frá HAY, 75 CM. Keyptir í Epal fyrir ári síðan og eru eins og nýir.
Eitt Stk á 36.000 kr.
Tvö stk á 67.000 kr.Sjá nánar hér:
https://www.epal.is/vefverslun/herbergi/eldhus-herbergi/barstolar-eldhus-herbergi/barstoll-aas38-h74-2/ -
Eldstó keramik sett
12.000 kr. -
Antik mjólkurkana
2.500 kr. -
Choisy Le Roi antik kanna
6.000 kr.