Fritz Hansen

Vörusíur

  • Sjöur – Arne Jacobsen (6 saman)

    280.000 kr.

    Sex sjöur eftir Arne Jacobsen í litnum nine grey. Einn stóll með lítilsháttar nudd á köntunum (sjá mynd) allir hinir í fullkomnu ástandi.

  • Caravaggio – Cecilie Manz fyrir Fritz Hansen

    44.000 kr.

    Vandaður gólflampi eftir Cecilie Manz og framleiddur af Fritz Hansen. Lampinn hefur stillanlegan skerm svo hægt er að beina birtunni eftir þörfum. Lampinn er úr áli með mattgrárri áferð. Á einum fleti á skerminum eru smávægilegar rispur og dæld, en auðvelt er að snúa þeim hluta frá svo þær sjáist ekki. (sjá mynd)

  • Maurinn (Model 3100) – Arne Jacobsen

    75.000 kr.

    Sjaldgæfur 3ja fóta Maur, hannaður af Arne Jacobsen árið 1952 fyrir Fritz Hansen.
    Þetta eintak er framleitt á árunum 1978–1985, með gráum fótum og upprunalegum “FH Danmark” stimpli.

    Hönnunarsafngripur.

  • Minsker stólar – Fritz Hansen (4 stk)

    Sjaldgæfir póstmódernískir stólar hannaðir af bandaríska hönnuðinum Lawrence Minsker fyrir Fritz Hansen í Danmörku. Dökkbleikur, ljósbleikur, dökkblár og ljósblár. Stólana má nota sem borðstofustóla eða á skrifstofuna. Þeir eru með rörlaga stálgrind og sæti úr formbeygðum beykikrossviði, staflanlegir. Vörur frá Fritz Hansen eru úr hágæða efnum og frágangurinn einnig.

  • “Model 9230” – Henning Larssen, FH

    90.000 kr.

    FH Model 9230 – Henning Larsen fyrir Fritz Hansen (1967)

    Skúlptúral stóll hannaður árið 1967 af danska arkitektinum og húsgagnahönnuðinum Henning Larsen fyrir Fritz Hansen í Danmörku.
    Model 9230 var upphaflega hannaður fyrir hið þekkta Kar kaffihús í Kaupmannahöfn, og er óvenjuleg blanda af einfaldleika og grafísku formi. Grindin er úr stálrörum og einkennist af skrautlegu formi í bakinu sem gefur stólnum skúlptúrlíkt útlit – einstakur hönnunargripur frá gullöld danskra húsgagna.

    Þetta tiltekna eintak er merkt frá árinu 1985, og er í góðu vintage ástandi með fallegri patínu. Sjaldséður stóll á íslenskum markaði og eftirsóttur meðal safnara og hönnunarunnenda.

ALLRA NÝJASTA

Karfan mín
Scroll to Top