Magis

Vörusíur

  • Yuyu Stool – Stefano Giovannoni for Magis (4 saman)

    50.000 kr.

    Yuyu kollarnir eru vandaðir og léttir hannaðir af Stefano Giovannoni fyrir ítalska hönnunarhúsið Magis. Framleiddir úr endingargóðu polypropyleni með styrkingu, henta jafnt innandyra sem utandyra. Staflanlegir og hagnýtir kollar sem vekja athygli í hvaða rými sem er.

  • Boogie Woogie hillur – Stefano Giovannoni

    42.000 kr.

    Hannaðar af Stefano Giovannoni fyrir Magis á Ítalíu.

    Stefano er ítalskur iðnhönnuður og arkitekt, þekktur fyrir leikandi og framsækna nálgun á nytjahlutum. Hann hefur hannað fyrir fjölda þekktra ítalskra framleiðenda eins og Alessi, Magis og Kartell. Verk hans sameina oft mjúkar línur, líflega liti og einstakan karakter, með skýra vísun í poppmenningu og hversdagslegt notagildi.

    Boogie Woogie hillurnar endurspegla þessa nálgun — með bylgjulöguðu formi, háglans áferð og sveigjanleika sem gerir þær jafnframt að hagnýtum og sjónrænt sterkum hönnunarhlutum.

    Sjaldgæfar, staflanlegar hillueiningar úr glansandi ABS-plasti. Hver kubbur er sjálfstæður og hægt að raða þeim saman eftir þörfum. Innri hæð hvers kubbs er u.þ.b. 33 cm, sem hentar vel undir bækur eða skrautmuni.

    Heildarstærð þriggja eininga er ca. 156 cm á hæð.

  • Bombo stólar – Stefano Giovannoni – Magis

    28.000 kr.

    Bombo stólar stólar hannaðir af Stefano Giovannoni fyrir Magis ca. 1996.

ALLRA NÝJASTA

Karfan mín
Scroll to Top