Alvar Aalto

Finnskur arkitekt og hönnuður sem er einn af mikilvægustu fulltrúum norrænnar nútíma hönnunar. Aalto er þekktur fyrir einstaka byggingar þar sem hann notaði lífræn form og náttúruleg efni til að skapa þægilegt umhverfi. Auk þess var hann frumkvöðull í hönnun húsgagna og lýsingar, og stofnaði húsgagna- og lýsingarfyrirtækið Artek árið 1935. Verk hans, eins og Savoy-vasi og Paimio stóllinn, eru tímalaus dæmi um skandinavíska hönnun.

Vörusíur

  • 406 – Alvar Aalto

    210.000 kr.

    Alvar Aalto hannaði hægindastól 406 árið 1939.

  • 406 – Alvar Aalto

    180.000 kr.

    Alvar Aalto hannaði hægindastól 406 árið 1939.

  • Y61 kollur – Alvar Aalto

    95.000 kr.

    Sjaldgæfur Model Y61 kollur eftir finnska hönnuðinn Alvar Aalto, með svörtu sæti og sveigðum beyki­fótum. Kollurinn framleiddur á bilinu 1960–1980, í góðu vintage ástandi með slitsterku sæti og fallegri náttúrulegri patínu í viðnum. Hentar jafnt sem aukasæti, hliðarborð eða safngripur – tímalaus hönnun með karakter.

    Sjaldgæf útgáfa sem er ekki lengur í framleiðslu. Tækifæri til að eignast ekta Aalto koll með handofnu sæti.

  • Bekkur 153A – Alvar Aalto

    Klassískur bekkur eftir Alvar Aalto, hannaður árið 1945 fyrir Artek. Þessi útgáfa er með rimlayfirborði í náttúrulegum beyki og sveigðum fótum sem einkenna hönnun Aalto. Hrein form, hlý efni og tímalaus fagurfræði sem nýtur sín jafnt í forstofum, gangi, undir glugga eða í vinnurýmum.

    Bekkurinn er í góðu ástandi með fallegri patínu.

ALLRA NÝJASTA

Karfan mín
Scroll to Top