Product Category
Sýna 289–312 af 511 niðurstöðurSorted by latest
-
Kollar – Maria Vinka (3 saman)
Þrír Förby-kollar frá IKEA, hannaðir af Maria Vinka um aldamótin. Skemmtilegir litríkir kollar sem hægt er að stafla. Henta sem sæti og borð.
-
Skata
Skatan er íslensk hönnun eftir Halldór Hjálmarsson, húsgagna- og innanhússarkitekt (1927-2010).
Þetta er afmælisútgáfa frá 2019, númeruð 077.
Glær eik með svörtum fótum.
-
Skata
Skatan er íslensk hönnun eftir Halldór Hjálmarsson, húsgagna- og innanhússarkitekt (1927-2010).
Þetta er afmælisútgáfa frá 2019, númeruð 021.
Svartlituð eik með svörtum fótum.
-
Vågö – Thomas Sandell (2 saman)
Tveir Vågö stólar hannaðir af Thomas Sandell fyrir IKEA PS línuna árið 2000. Stólarnir eru úr UV-þolnu polypropýleni, léttir, staflanlegir og henta jafnt innandyra sem utandyra. Þeir fengu Red Dot Design Award árið 2002. Seljast saman.
Stólarnir eru alveg heilir en með eðlileg slitmerki, rispur hér og þar.
-
Ulla – Bruno Mathsson fyrir DUX
Ulla rúmgrindin frá DUX eftir Bruno Mathsson er einstaklega fallegur gripur frá árinu 1974. Þetta er var sem er ekki lengur framleidd og er sjaldgæf hérlendis.
Bruno Mathsson (1907–1988) er talinn meðal áhrifamestu húsgagnahönnuða Svíþjóðar á 20. öld. Verk hans eru víða varðveitt á söfnum og njóta virðingar meðal safnara og fagfólks um allan heim.
DUX er Sænskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur starfað í 90 ár og byggir á gæðaframleiðslu og langri hefð. DUX tæknin virkar og endist, það segir sagan. -
Vatnskanna • Derby Harlequin
Falleg handgerð vatnskanna frá Denby Harlequin sægræn með kónkabláum slettum að utan og kóngablá að innan.
Minni háttar sprunga frá kannti ská yfir háls, sést mjög lítið. Í mjög góðu standi annars.
-
Járnspegill
Einstakur spegill með sterkan karakter, búinn til úr gömlum járngluggakarmi.
Gluggaskiptingarnar gefa speglinum hrátt og stílhreint útlit sem setur sterkan svip á hvaða rými sem er.stæðr 107 x 160 cm
-
Gólflampi
Þessi glæsilegi bogalampi sameinar tímalaust form og nútímalegt yfirbragð. Með glansandi krómáferð, bogalaga armi og kúptum skermi er hann bæði stílhreinn og praktískur. Lampinn veitir fallega niðurbeinda lýsingu og er fullkominn sem lýsingarlausn yfir borð eða setusvæði án þess að þurfa loftfestingu.
-
Grassoler sófasett 3+1+1
Vandað ljóst leðursófasett frá spænska framleiðandanum Grassoler. Þriggja sæta sófi og tveir stakir stólar.
-
Sammanlänkad lampi
Enn í kassanum, aldrei notaður. Lampi eftir Ólaf Elíasson sem Ikea var með í takmörkuðu upplagi fyrir nokkrum árum.
-
Brosandi barnastóll – Agatha Ruiz De La Prada fyrir Amat-3
Brosandi grænn barnastóll – Agatha Ruiz De La Prada fyrir Amat-3
-
Minsker stólar – Fritz Hansen (4 stk)
Sjaldgæfir póstmódernískir stólar hannaðir af bandaríska hönnuðinum Lawrence Minsker fyrir Fritz Hansen í Danmörku. Dökkbleikur, ljósbleikur, dökkblár og ljósblár. Stólana má nota sem borðstofustóla eða á skrifstofuna. Þeir eru með rörlaga stálgrind og sæti úr formbeygðum beykikrossviði, staflanlegir. Vörur frá Fritz Hansen eru úr hágæða efnum og frágangurinn einnig.
-
Panton stóll – Vitra
Panton stóllinn var hannaður árið 1959 af Verner Panton.
Síðan stóllinn kom á markað hefur hann gengið í gegnum nokkrar breytingar í framleiðsluferli.
Sú útgáfa sem þekkt er í dag er í takt við upprunalegu hugmynd Pantons að búa til stól úr sterku gegnlituðu plastefni með mattri áferð.
————————————
The Panton Chair by Verner Panton was a real revolution when launched in 1959: the first plastic cantilever chair which could be produced from a single mould. Thanks to Panton’s exploration of and with new materials and manufacturing methods the Danish designer was able to construct a completely new design language, and one which as the Panton Chair perfectly exemplifies allowed almost sculptural effects. -
Thonet stólar
Upprunalegir merktir stólar frá Thonet, líklega smíðaðir á millistríðsárunum, um 1920–1930.
Þessir klassísku formbeygðu stólar eru vandað handverk og endurspegla þá hugmyndafræði sem gerði Thonet að einni áhrifamestu húsgagnaverksmiðju sögunnar: einfaldleika í formi, nákvæmni í smíði og gæði sem standast tímans tönn. Bakið er úr heilum, örlítið sveigðum við, sem gefur stólnum sterk og stílhrein form með mjúkum línum og léttu yfirbragði. Þeir eru jafnt hagnýtir sem þeir eru fallegir – stólar sem falla að margvíslegum rýmum þar sem gæði og hönnun fá að njóta sín. -
Hægindastóll & skemill
Hægindastóll með höfuðpúða og skemill. Svart leður og burstuð stálgrind.
-
CÂBLE – Ligne Roset
CÂBLE borðið er fáguð hönnun frá þremur af þekktustu ítölsku húsgagnahönnuðum tuttugustu aldar, De Pas, D’Urbino og Lomazzi (1986).
Einstakt hönnunarborð sem sameinar léttleika og tæknilega nákvæmni. Þríhyrndir, lakkhúðaðir stálfætur eru tengdir saman með stálstrengjum undir glærri glerplötu sem er 15 mm þykk. Hönnunin er dæmigerð fyrir ítalska „hi-tech“ og postmodern strauma 9. áratugarins. -
Sófi 2212 – Børge Mogensen
Rauður sófi, 2 sæta. Hágæða danskur leðursófi. Børge Mogensen, tveggja sæta. Kostar nýr 1.600.000 en fæst á 330.000
Nánari upplýsingar um verð og stærð og leður
https://www.pamono.co.uk/reddish-brown-leather-on-legs-in-oak-2-seater-sofa-model-no-2212-by-borge-mogensen-for-fredericia-furniture-denmark-1980s -
Siesta chair – Ingmar Relling (Westnofa furniture)
Glæsilegur stóll frá hönnuðinum Ingmar Relling, stóllinn er frá því kringum 1970 og er vel með farinn. Stóllinn var nýlega teginn í gegn af dr.leður og er leðrið 100% standi. Þetta er sjaldséður stóll á Íslandi, Vest.is er að selja þessa stóla í dag og kostar armstóllinn með leðri tæpar 500.000 kr. og óska ég eftir tilboði í stólinn. Er að selja hann vegna breytinga. Er til í að láta hann á 120.000 vegna breytinga.
ALLRA NÝJASTA
-
Louis Poulsen PH 3/2 hengilampi
84.900 kr.Til sölu fallegur Louis Poulsen PH 3/2 hengilampi, hvítt gler og króm.
Sjá nánar hér: https://www.epal.is/vefverslun/ljos-vorumerki/louis-poulsen/ph-3-2-hengilampi-gler-75w/?cat=louis-poulsenÞað sést örlítið á einum hringnum að innanverðu en það sést ekki þegar ljósið er samsett. Sjá mynd.
-
Veglegt breskt skrifborð
180.000 kr.Glæsilegt veglegt breskt skrifborð – borðið var notað árum saman í forsætisráðuneytinu.
-
Hvítur ítalskur vasi
1.750 kr.Lítill minimalískur vasi, merktur undir ”made in italy”.
H:15cm B:5cm Stútur:3cm Háls:2cm
-
Gler skál – blóm
4.950 kr.Falleg glær og blá gler skál í laginu eins og blóm.
Vel með farin, einungis minniháttar brot úr kanntinum undir skálinni (sést á síðustu myndinni).
H: 5cm B: 13cm
-
Kertastjaki/vasi – Helgi Björgvinsson
5.950 kr.Einstakur og fallegur, drapplitaður og brúnn, kertastjaki/vasi eftir Helga Björgvinsson.
H:11cm B:4.5-9.5cm
-
Keramík krús
950 kr.Drapplituð og brún handgerð keramík krús með fallegu lífrænu mynstri.
H:7cm B:6.6cm-7.5cm
-
Messing lyklasnagi
1.450 kr.Sætur messing lyklasnagi – stelpa á gangi með tvær gæsir á eftir sér.
4 snagar.
-
Blár og sægrænn vasi
2.450 kr.Blár og sægrænn vasi með ”sprungu” útliti í glerungnum.
Fallegur og vel með farinn vasi.
H:13cm B:7cm Stútur:4cm