Svefnherbergi
Við hjá Brúks.is bjóðum upp á fjölbreytt úrval af húsgögnum og hlutum fyrir svefnherbergið sem gera það að friðsælum og stílhreinum griðastað. Veldu úr klassískum eða nútímalegum rúmum og rúmgrindum sem tryggja þér góðan nætursvefn. Við bjóðum einnig upp á náttborð, kommóður og fataskápa sem sameina notagildi og fallega hönnun, svo svefnherbergið þitt sé bæði skipulagt og þægilegt. Til að skapa rétta andrúmsloftið er úrval af ljósum og lömpum sem bæta við hlýju og stemningu í svefnherberginu. Skreytingarhlutir eins og speglar, rúmteppi, skrautpúðar og veggskreytingar fullkomna útlitið og gera svefnherbergið að þínum persónulega griðastað. Finndu allt sem þú þarft hjá okkur til að gera svefnherbergið fallegt og afslappandi.
Sýna 1–21 af 53 niðurstöðurSorted by latest
-
Kollar – Maria Vinka (3 saman)
Þrír Förby-kollar frá IKEA, hannaðir af Maria Vinka um aldamótin. Skemmtilegir litríkir kollar sem hægt er að stafla. Henta sem sæti og borð.
-
Ulla – Bruno Mathsson fyrir DUX
Ulla rúmgrindin frá DUX eftir Bruno Mathsson er einstaklega fallegur gripur frá árinu 1974. Þetta er var sem er ekki lengur framleidd og er sjaldgæf hérlendis.
Bruno Mathsson (1907–1988) er talinn meðal áhrifamestu húsgagnahönnuða Svíþjóðar á 20. öld. Verk hans eru víða varðveitt á söfnum og njóta virðingar meðal safnara og fagfólks um allan heim.
DUX er Sænskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur starfað í 90 ár og byggir á gæðaframleiðslu og langri hefð. DUX tæknin virkar og endist, það segir sagan. -
Saltimbanco – Raul Barbieri & Giorgio Marianelli fyrir Rexite
110.000 kr.Original price was: 110.000 kr..55.000 kr.Current price is: 55.000 kr..Saltimbanco hilluskrifborðið eftir Raul Barbieri og Giorgio Marianelli fyrir Rexite er einstaklega skemmtileg og fjölhæf Ítölsk hönnun – samanbrjótanleg eining sem nýtist bæði sem bókahilla og skrifborð og má staðsetja frístandandi eða upp við vegg. Þessi útgáfa með ljósgrárri málmgrind og beykiplötum var framleidd í kringum aldamótin og er ekki lengur í framleiðslu. Um er að ræða áhugaverðan grip sem sjaldan sést hérlendis.
-
Adia – Paolo Piva
290.000 kr.Adia king size rúm eftir ítalska hönnuðinn Paolo Piva framleitt fyrir B&B Italia
Rúmið er með tveimur náttborðum og borði sem hægt er að festa á hvort heldur höfuðgaflinn eða til fóta. Náttborðin eru á snúningsdisk svo hægt er að færa þau inn á rúmið eða hafa til hliðar. Höfuðpúðarnir eru með orginal gulu áklæði.
Paolo Piva designed the fabulous Adia adjustable platform bed for B&B Italia in the 1980s. The bed is made of cast steel and textured slate grey powder coated with brushed brass feet. The black leather headrests are adjustable; the two sections can be moved to face each other. The bed has a rubber protector on the perimeter.
-
Panton stóll – Vitra
Panton stóllinn var hannaður árið 1959 af Verner Panton.
Síðan stóllinn kom á markað hefur hann gengið í gegnum nokkrar breytingar í framleiðsluferli.
Sú útgáfa sem þekkt er í dag er í takt við upprunalegu hugmynd Pantons að búa til stól úr sterku gegnlituðu plastefni með mattri áferð.
————————————
The Panton Chair by Verner Panton was a real revolution when launched in 1959: the first plastic cantilever chair which could be produced from a single mould. Thanks to Panton’s exploration of and with new materials and manufacturing methods the Danish designer was able to construct a completely new design language, and one which as the Panton Chair perfectly exemplifies allowed almost sculptural effects. -
Boogie Woogie hillur – Stefano Giovannoni
30.000 kr.Hannaðar af Stefano Giovannoni fyrir Magis á Ítalíu.
Stefano er ítalskur iðnhönnuður og arkitekt, þekktur fyrir leikandi og framsækna nálgun á nytjahlutum. Hann hefur hannað fyrir fjölda þekktra ítalskra framleiðenda eins og Alessi, Magis og Kartell. Verk hans sameina oft mjúkar línur, líflega liti og einstakan karakter, með skýra vísun í poppmenningu og hversdagslegt notagildi.
Boogie Woogie hillurnar endurspegla þessa nálgun — með bylgjulöguðu formi, háglans áferð og sveigjanleika sem gerir þær jafnframt að hagnýtum og sjónrænt sterkum hönnunarhlutum.
Sjaldgæfar, staflanlegar hillueiningar úr glansandi ABS-plasti. Hver kubbur er sjálfstæður og hægt að raða þeim saman eftir þörfum. Innri hæð hvers kubbs er u.þ.b. 33 cm, sem hentar vel undir bækur eða skrautmuni.
Heildarstærð þriggja eininga er ca. 156 cm á hæð.
-
Robin vegghilla
Vegghilla úr Robin línunni sem IKEA kynnti árið 1997. Hönnuð af Hagberg-systkinunum og framleidd úr filmuðu spónaplötuefni með birkikanti. Hillan er stílhrein, létt í útliti og hengd beint á vegg með falinni festingu. Tilvalin undir bækur, skrautmuni eða miðla. Nú eftirsótt safngripur sem fangar anda skandinavískrar hönnunar á níunda áratugnum.
Örlítil sprunga undir einni hillunni sjá mynd.
-
Y61 kollur – Alvar Aalto
95.000 kr.Sjaldgæfur Model Y61 kollur eftir finnska hönnuðinn Alvar Aalto, með svörtu sæti og sveigðum beykifótum. Kollurinn framleiddur á bilinu 1960–1980, í góðu vintage ástandi með slitsterku sæti og fallegri náttúrulegri patínu í viðnum. Hentar jafnt sem aukasæti, hliðarborð eða safngripur – tímalaus hönnun með karakter.
Sjaldgæf útgáfa sem er ekki lengur í framleiðslu. Tækifæri til að eignast ekta Aalto koll með handofnu sæti.
-
Bekkur 153A – Alvar Aalto
Klassískur bekkur eftir Alvar Aalto, hannaður árið 1945 fyrir Artek. Þessi útgáfa er með rimlayfirborði í náttúrulegum beyki og sveigðum fótum sem einkenna hönnun Aalto. Hrein form, hlý efni og tímalaus fagurfræði sem nýtur sín jafnt í forstofum, gangi, undir glugga eða í vinnurýmum.
Bekkurinn er í góðu ástandi með fallegri patínu.
-
Lítið glerborð
Ljóst hliðarborð/náttborð með reyktri glerplötu.
-
Blár kollur
Fallegur ljósblár antík kollur
-
Stóll ómerktur
Ómerktur stóll
-
Klappstólar
18.000 kr. -
Járnstóll
24.000 kr.
ALLRA NÝJASTA
-
FYRIRMYNDARPARIÐ
11.800 kr.Skotglös eftir Guðrúnu Öyahals. Fætur glasanna eru afsteypur af fótum fyrirmyndarparsins BARBIE OG KEN og geta vegna lögunar þeirra aðeins staðið á hvolfi.
-
GLAS Á FÆTI
10.800 kr.Drykkjarglas og veggskúlptúr eftir Guðrúnu Öyahals. Glösin geta hangið á vegg og staðið á hvolfi en ekki er hægt að leggja þau frá sér á meðan drukkið er úr þeim. Verkin vour upphaflega gerð fyrir postulínssýningu Myndhöggvarafélagsins sem haldin var á Nýlistasafninu árið 2006.
-
4118 þriggja sæta – Kaare Klint
550.000 kr.Glæsilegur þriggja sæta sófi eftir Kaare Klint fyrir Rud. Rasmussen
-
Sjöur – Arne Jacobsen (6 saman)
280.000 kr.Sex sjöur eftir Arne Jacobsen í litnum nine grey. Einn stóll með lítilsháttar nudd á köntunum (sjá mynd) allir hinir í fullkomnu ástandi.
-
Allegretto Ritmico – Atelier Oï, Foscarini
150.000 kr.Original price was: 150.000 kr..90.000 kr.Current price is: 90.000 kr..Til sölu vegna flutninga.
-
Hringborð – króm og reyklitað gler
Glæsilegt borð með krómaðri grind og reyktri glerplötu. 120 cm þvermál
-
Art Deco Waterfall kommóða
85.000 kr.Sjaldgæf og mjög falleg art deco kommóða. Uppgerð og í fínu standi.
Málin eru L 111 x H 86 x D 50
-
Tekk borðstofuborð
125.000 kr.Fallegt tekk borð, nýlega uppgert og í góðu ástandi miðað við aldurs
Stærð sirka 110x110x75
-
Picasso handlaug – Lusso Stone
25.000 kr.Picasso handlaug – Mött hvít, notuð í nokkra mánuði. Nýr hvítur click clack tappi fylgir.
L: 580 x H: 145 x D: 380 mm
-
Blaðagrind
18.000 kr.


















