Skandinavísk Modern
Scandinavian Modern húsgögn þróuðust á Norðurlöndum á 4. áratugnum og urðu fljótt þekkt fyrir hreinar línur, einfaldleika og notkun á náttúrulegum efnum eins og viði. Stíllinn á rætur að rekja til Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Íslands og Noregs og kom fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum um miðja 20. öld, þar sem hann hafði mikil áhrif á hönnun.
Stíllinn einkennist af opnum og björtum rýmum þar sem áhersla er lögð á notagildi og handverk. Húsgögnin eru oft lítið skreytt, með einföldum og djörfum línum, og notast mikið við ljós viðarefni eins og furu, ösp og beyki. Þessi hönnun stafar af gömlum hefðum í smíði og hugmyndinni um að fegurð eigi að vera til staðar í öllum hlutum daglegs lífs, jafnvel þeim einföldustu.
Þekktir hönnuðir eins og Alvar Aalto, Hans Wegner, Arne Jacobsen og Greta Magnusson Grossman lögðu sitt af mörkum til þessa stíls með verkum eins og Wishbone stólnum, Artichoke lampanum og Ant stólnum. Þessi húsgögn eru þekkt fyrir að sameina fallega, lífræna hönnun við praktíska notkun.
Scandinavian Modern stíllinn heldur ennþá vinsældum sínum í dag og er notaður víða til að bæta hlýleika, einfaldleika og glæsileika við rými. Hönnunin hefur varanleg áhrif á heimahönnun, þar sem fólk sækist eftir tímalausum og notendavænum lausnum.
Sýni allar 23 vörurSorted by latest
-
Skata
31.200 kr.Skatan er íslensk hönnun eftir Halldór Hjálmarsson, húsgagna- og innanhússarkitekt (1927-2010).
Þetta er afmælisútgáfa frá 2019, númeruð 077.
Glær eik með svörtum fótum.
-
Skata
Skatan er íslensk hönnun eftir Halldór Hjálmarsson, húsgagna- og innanhússarkitekt (1927-2010).
Þetta er afmælisútgáfa frá 2019, númeruð 021.
Svartlituð eik með svörtum fótum.
-
Minsker stólar – Fritz Hansen (4 stk)
Sjaldgæfir póstmódernískir stólar hannaðir af bandaríska hönnuðinum Lawrence Minsker fyrir Fritz Hansen í Danmörku. Dökkbleikur, ljósbleikur, dökkblár og ljósblár. Stólana má nota sem borðstofustóla eða á skrifstofuna. Þeir eru með rörlaga stálgrind og sæti úr formbeygðum beykikrossviði, staflanlegir. Vörur frá Fritz Hansen eru úr hágæða efnum og frágangurinn einnig.
-
Hægindastóll & skemill
Hægindastóll með höfuðpúða og skemill. Svart leður og burstuð stálgrind.
-
EJ220 – Erik Jørgensen
330.000 kr.EJ220 var hannaður árið 1970 af Erik Jørgensen, stofnanda Erik Jørgensen Møbelfabrik. Markmið Eriks var að brjótast frá hefðbundinni sófahönnun þess tíma og skapa sófa með hreinum línum og mjúkum púðum. Sígildur danskur hönnunargripur, þekktur fyrir tímalausa glæsileika og náttúrulegt þægindi.
Brúnn 3 sæta
Kostar nýr um 700.000 kr
Sófinn var keyptur 2004 eða 2005 -
Sófi 2212 – Børge Mogensen
Rauður sófi, 2 sæta. Hágæða danskur leðursófi. Børge Mogensen, tveggja sæta. Kostar nýr 1.600.000 en fæst á 330.000
Nánari upplýsingar um verð og stærð og leður
https://www.pamono.co.uk/reddish-brown-leather-on-legs-in-oak-2-seater-sofa-model-no-2212-by-borge-mogensen-for-fredericia-furniture-denmark-1980s -
Skata – Halldór Hjálmarsson (3 stk)
Þrjú stykki saman.
Stóllinn Skata er fyrsti formbeygði stóllinn framleiddur á Íslandi. Hönnuður Skötunnar er Halldór Hjálmarsson, húsgagna- og innanhússarkitekt (1927-2010).
-
Svartur leðursófi
Sófinn er úr þykku buffalo-leðri sem hefur veðrast einstaklega fallega með aldrinum. Djúpt sæti og lágt bak – fullkomið í afslappað rými. Sætishæð 42 cm.
-
About a Lounge – HAY
150.000 kr.About A Lounge Chair einkennist af mjúkum, lífrænum línum og vel útfærðu formi sem skapar hlýlegt og aðlaðandi yfirbragð í hvaða rými sem er.
-
Robin vegghilla
Vegghilla úr Robin línunni sem IKEA kynnti árið 1997. Hönnuð af Hagberg-systkinunum og framleidd úr filmuðu spónaplötuefni með birkikanti. Hillan er stílhrein, létt í útliti og hengd beint á vegg með falinni festingu. Tilvalin undir bækur, skrautmuni eða miðla. Nú eftirsótt safngripur sem fangar anda skandinavískrar hönnunar á níunda áratugnum.
Örlítil sprunga undir einni hillunni sjá mynd.
-
Teie – Hjólaborð
34.000 kr.Létt og hagnýtt þjónustuborð með tveimur glerplötum og viðarramma. Hentar vel sem barborð, hliðarborð eða undir skraut og bækur. Á hjólum sem gera það auðvelt að færa á milli rýma. Tímalaus skandinavísk hönnun sem sameinar virkni og einfaldleika.
2 stk til
-
Falling Leaves – Bing & Grøndahl
78.000 kr.Veglegt stell frá Bing & Gröndahl úr línunni Fallandi lauf.
Stellið inniheldur
12 bolla ásamt undirskálum
12 kökudiskar
1 stór skál á fæti
2 stórir diskar
4 laufadiskar
1 eggjabikar
1 mjólkurkanna
1 stór skál á standi
2 snaps glös -
“Model 9230” – Henning Larssen, FH
90.000 kr.FH Model 9230 – Henning Larsen fyrir Fritz Hansen (1967)
Skúlptúral stóll hannaður árið 1967 af danska arkitektinum og húsgagnahönnuðinum Henning Larsen fyrir Fritz Hansen í Danmörku.
Model 9230 var upphaflega hannaður fyrir hið þekkta Kar kaffihús í Kaupmannahöfn, og er óvenjuleg blanda af einfaldleika og grafísku formi. Grindin er úr stálrörum og einkennist af skrautlegu formi í bakinu sem gefur stólnum skúlptúrlíkt útlit – einstakur hönnunargripur frá gullöld danskra húsgagna.Þetta tiltekna eintak er merkt frá árinu 1985, og er í góðu vintage ástandi með fallegri patínu. Sjaldséður stóll á íslenskum markaði og eftirsóttur meðal safnara og hönnunarunnenda.
-
Y61 kollur – Alvar Aalto
95.000 kr.Sjaldgæfur Model Y61 kollur eftir finnska hönnuðinn Alvar Aalto, með svörtu sæti og sveigðum beykifótum. Kollurinn framleiddur á bilinu 1960–1980, í góðu vintage ástandi með slitsterku sæti og fallegri náttúrulegri patínu í viðnum. Hentar jafnt sem aukasæti, hliðarborð eða safngripur – tímalaus hönnun með karakter.
Sjaldgæf útgáfa sem er ekki lengur í framleiðslu. Tækifæri til að eignast ekta Aalto koll með handofnu sæti.
-
JG sófi – Jørgen Gammelgaard
240.000 kr.Original price was: 240.000 kr..204.000 kr.Current price is: 204.000 kr..Tveggja sæta sófi eftir Jørgen Gammelgaard um 1980 fyrir Erik Jørgensen – Fredericia.
Sætishæð 38 cm
-
Sófaborð
33.000 kr.Original price was: 33.000 kr..13.200 kr.Current price is: 13.200 kr..Stórt sófaborð með vafinni hillu. Gegnheill viður, smá rispur á borðplötu sem er auðvelt að pússa.
-
Hliðarborð/Náttborð úr furu
14.000 kr.Original price was: 14.000 kr..5.600 kr.Current price is: 5.600 kr..Gegnheilt þykkt furuborð
-
Brúnn gólflampi – Jac Jacobsen
Brúnn gólflampi ca 1960
-
Stóll ómerktur
Ómerktur stóll
-
Quatro Chrome – Bonderup and Thorup
Krómlituð Quatro veggljós – Hönnuð af Torsten Thorup & Claus Bonderup fyrir Focus.
Mjög gott ástand. Verð fyrir 1 stykki.
ALLRA NÝJASTA
-
Smáborð (stássborð)
35.000 kr.Antík borð. Lítið, frístandandi borð með einni skúffu. Borðið er oðrað (gömul málningaraðferð) sem bendir til að það sé frá seinni hluta 18. aldar eða byrjun þeirrar 19.
-
Skápur
150.000 kr.Gamall,glæsilegur skápur sem upprunalega kemur úr Þjóðskjalasafni Íslands. Málaður grár.
Mál;
Hæð:2,55cm, breidd: 127,5cm, dýpt 31/49 cm. ) -
Turku stólar (5 saman)
75.000 kr.Ikea Turku borðstofustòlar, hannaðir af Carinu Karlsson um 1980. Mjög heilir en rispa hèr og þar eftir eðlilega notkun. Màl : h 139,br.43,d 52
-
Atollo Lamp – Vico Magistretti, Oluce
120.000 kr.Atollo lampi hannaður af Vico Magistretti árið 1977. Framleitt af Oluce
Þessir lampar fast i Casa og kosta nyir 199.000 kr
50 cm Opaline gler
-
Alessi – Michael Graves
12.000 kr.Alessi mjólkurkanna og sykurkar à bakka.18/10Stàl
Hönnuður :
Fyrir Alessi ’88-’92
Mjög vel með farið
-
Eggjabikarar (4 saman)
4.000 kr. -
Rabo barnastólar (2 saman)
24.000 kr. -
Kollar – Maria Vinka (3 saman)
9.000 kr.Þrír Förby-kollar frá IKEA, hannaðir af Maria Vinka um aldamótin. Skemmtilegir litríkir kollar sem hægt er að stafla. Henta sem sæti og borð.