Húsgögn

Vörusíur

  • Smáborð (stássborð)

    35.000 kr.

    Antík borð. Lítið, frístandandi borð með einni skúffu. Borðið er oðrað (gömul málningaraðferð) sem bendir til að það sé frá seinni hluta 18. aldar eða byrjun þeirrar 19.

  • Skápur

    150.000 kr.

    Gamall,glæsilegur skápur sem upprunalega kemur úr Þjóðskjalasafni Íslands. Málaður grár.

    Mál;
    Hæð:2,55cm, breidd: 127,5cm, dýpt 31/49 cm. )

  • Turku stólar (5 saman)

    75.000 kr.

    Ikea Turku borðstofustòlar, hannaðir af Carinu Karlsson um 1980. Mjög heilir en rispa hèr og þar eftir eðlilega notkun. Màl : h 139,br.43,d 52

     

  • Club8 Denmark stólar – 2 saman

    28.000 kr.

    Fallegir bláir cantilever stólar frá Club8 Danmörku.

  • Stór rattan hægindastóll

    50.000 kr.

    Glæsilegur og mjög stór rattan stóll.

  • Kollar – Maria Vinka (3 saman)

    9.000 kr.

    Þrír Förby-kollar frá IKEA, hannaðir af Maria Vinka um aldamótin. Skemmtilegir litríkir kollar sem hægt er að stafla. Henta sem sæti og borð.

  • Platon/Cajus – Tomas Jelinek (Króm&Glært)

    72.000 kr.

    Sófaborð, borðstofuborð eða skrifborð! Stillanlegt borð – hægt að snúa grindinni svo borðið nýtist sem best að hverju sinni!

    Platon/Cajus borð hannað af Tomas Jelinek fyrir IKEA árið 1984.

    Með glærri fasaðri glerplötu og krómgrind.

  • Imax – Jorge Pensi, Amat-3

    20.000 kr.

    Glæsilegur barstóll frá argentínska hönnuðinum Jorge Pensi.

  • Skrifborðsstóll

    15.000 kr.
  • Sófaborð á hjólum – krómfætur

    16.000 kr.

    Fallegt svart bæsað viðarborð á hjólum með krómuðum löppum. Litlar rispur á plötu. Hentar t.d. sem sófaborð eða hliðarborð.

  • Yuyu Stool – Stefano Giovannoni for Magis (4 saman)

    60.000 kr.

    Yuyu kollarnir eru vandaðir og léttir hannaðir af Stefano Giovannoni fyrir ítalska hönnunarhúsið Magis. Framleiddir úr endingargóðu polypropyleni með styrkingu, henta jafnt innandyra sem utandyra. Staflanlegir og hagnýtir kollar sem vekja athygli í hvaða rými sem er.

  • Ethnicraft N701 skemill

    58.500 kr.

    Skemill úr N701 línunni frá Ethnicraft, hannaður af Jacques Deneef.

    Breidd: 70 cm
    Dýpt: 70 cm
    Hæð: 43 cm

  • Desert Lounge frá Ferm Living

    32.500 kr.

    Duftlakkað stál með áklæði sem hægt er að skipta út. Áklæðið er gert alfarið úr endurunnu plasti sem hefur verið spunnið í PET-garn.

    PET-garn, eða PET-þráður, er unnið úr endurunnu plasti, einkum polyethylene terephthalate (PET), sem oft kemur úr notuðum drykkjarflöskum og öðrum plastumbúðum.

    Stóllinn hentar vel til afslöppunar, bæði innandyra og utandyra.

  • Skata

    31.200 kr.

    Skatan er íslensk hönnun eftir Halldór Hjálmarsson, húsgagna- og innanhússarkitekt (1927-2010).

    Þetta er afmælisútgáfa frá 2019, númeruð 077.

    Glær eik með svörtum fótum.

  • Skata

    31.200 kr.

    Skatan er íslensk hönnun eftir Halldór Hjálmarsson, húsgagna- og innanhússarkitekt (1927-2010).

    Þetta er afmælisútgáfa frá 2019, númeruð 021.

    Svartlituð eik með svörtum fótum.

  • Vågö – Thomas Sandell (2 saman)

    30.000 kr.

    Tveir Vågö stólar hannaðir af Thomas Sandell fyrir IKEA PS línuna árið 2000. Stólarnir eru úr UV-þolnu polypropýleni, léttir, staflanlegir og henta jafnt innandyra sem utandyra. Þeir fengu Red Dot Design Award árið 2002. Seljast saman.

    Stólarnir eru alveg heilir en með eðlileg slitmerki, rispur hér og þar.

  • Krómaður barstóll með svörtu leðursæti

    26.000 kr.

    Barstóll úr krómuðu stáli með svörtu sæti. Tímalaus hönnun sem nýtur sín vel við barborð eða eldhúsborð

  • Sófaborð – Magnus Olesen

    34.000 kr.

    Sófaborð hannað af Rud Thygesen og Johnny Sørensen á áttunda áratugnum. Beykigrind með svartri laminat filmu. Eðlileg slitmerki á borðinu.

  • E-60 – Sóló

    20.000 kr.
  • Nisse klappstólar (2 saman)

    6.000 kr.

    Léttur og hentugur aukastóll úr plasti og stáli, með einfaldri og fallegri formhönnun. Hannaður af Lisa Norinder fyrir IKEA.

  • Stólar (2 saman)

    34.000 kr.

    Skemmtilegir stólar úr formbeygðum við. Seljast saman.

  • Saltimbanco – Raul Barbieri fyrir Rexite

    110.000 kr.

    Saltimbanco hilluskrifborðið eftir Raul Barbieri fyrir Rexite er einstaklega skemmtileg og fjölhæf Ítölsk hönnun – samanbrjótanleg eining sem nýtist bæði sem bókahilla og skrifborð og má staðsetja frístandandi eða upp við vegg. Þessi útgáfa með ljósgrárri málmgrind og beykiplötum var framleidd í kringum aldamótin og er ekki lengur í framleiðslu. Um er að ræða áhugaverðan grip sem sjaldan sést hérlendis.

ALLRA NÝJASTA

Karfan mín
Scroll to Top