Húsgögn
Sýna 148–168 af 243 niðurstöðurSorted by latest
-
Panton stóll – Vitra
Panton stóllinn var hannaður árið 1959 af Verner Panton.
Síðan stóllinn kom á markað hefur hann gengið í gegnum nokkrar breytingar í framleiðsluferli.
Sú útgáfa sem þekkt er í dag er í takt við upprunalegu hugmynd Pantons að búa til stól úr sterku gegnlituðu plastefni með mattri áferð.
————————————
The Panton Chair by Verner Panton was a real revolution when launched in 1959: the first plastic cantilever chair which could be produced from a single mould. Thanks to Panton’s exploration of and with new materials and manufacturing methods the Danish designer was able to construct a completely new design language, and one which as the Panton Chair perfectly exemplifies allowed almost sculptural effects. -
Thonet stólar
Upprunalegir merktir stólar frá Thonet, líklega smíðaðir á millistríðsárunum, um 1920–1930.
Þessir klassísku formbeygðu stólar eru vandað handverk og endurspegla þá hugmyndafræði sem gerði Thonet að einni áhrifamestu húsgagnaverksmiðju sögunnar: einfaldleika í formi, nákvæmni í smíði og gæði sem standast tímans tönn. Bakið er úr heilum, örlítið sveigðum við, sem gefur stólnum sterk og stílhrein form með mjúkum línum og léttu yfirbragði. Þeir eru jafnt hagnýtir sem þeir eru fallegir – stólar sem falla að margvíslegum rýmum þar sem gæði og hönnun fá að njóta sín. -
Hægindastóll & skemill
Hægindastóll með höfuðpúða og skemill. Svart leður og burstuð stálgrind.
-
CÂBLE – Ligne Roset
CÂBLE borðið er fáguð hönnun frá þremur af þekktustu ítölsku húsgagnahönnuðum tuttugustu aldar, De Pas, D’Urbino og Lomazzi (1986).
Einstakt hönnunarborð sem sameinar léttleika og tæknilega nákvæmni. Þríhyrndir, lakkhúðaðir stálfætur eru tengdir saman með stálstrengjum undir glærri glerplötu sem er 15 mm þykk. Hönnunin er dæmigerð fyrir ítalska „hi-tech“ og postmodern strauma 9. áratugarins. -
Sófi 2212 – Børge Mogensen
Rauður sófi, 2 sæta. Hágæða danskur leðursófi. Børge Mogensen, tveggja sæta. Kostar nýr 1.600.000 en fæst á 330.000
Nánari upplýsingar um verð og stærð og leður
https://www.pamono.co.uk/reddish-brown-leather-on-legs-in-oak-2-seater-sofa-model-no-2212-by-borge-mogensen-for-fredericia-furniture-denmark-1980s -
Siesta chair – Ingmar Relling (Westnofa furniture)
Glæsilegur stóll frá hönnuðinum Ingmar Relling, stóllinn er frá því kringum 1970 og er vel með farinn. Stóllinn var nýlega teginn í gegn af dr.leður og er leðrið 100% standi. Þetta er sjaldséður stóll á Íslandi, Vest.is er að selja þessa stóla í dag og kostar armstóllinn með leðri tæpar 500.000 kr. og óska ég eftir tilboði í stólinn. Er að selja hann vegna breytinga. Er til í að láta hann á 120.000 vegna breytinga.
-
Svartur leðursófi
Sófinn er úr þykku buffalo-leðri sem hefur veðrast einstaklega fallega með aldrinum. Djúpt sæti og lágt bak – fullkomið í afslappað rými. Sætishæð 42 cm.
-
Tekk kommóða
Klassísk fjögurra skúffa tekk kommóða með innfelldum handföngum og koparhlífum á fótum. Tímalaus skandinavísk hönnun frá 6. áratugnum. Lítið brot er á handfangi neðst (sjá mynd).
-
Platon/Cajus – Tomas Jelinek (KRÓM/REYK)
Platon/Cajus borð hannað af Tomas Jelinek fyrir IKEA árið 1984.
Hæðin er stillanleg og borðið hentar bæði sem sófaborð, skrifborð og borðstofuborð. Með reyklitaðri fasaðri glerplötu og krómgrind. -
Antík skápur
Gullfallegur antík skápur með glerhurð og glerhillum.
-
Borðstofuskápur
Gullfallegur gegnheill furuskápur með glerhurðum. Er í 2 hlutum. Mjög góð hirsla, rúmgóðir skápar og skúffur.
Efri hluti: H107 x D37
Neðri hluti:
H90 x D50 xB120 cm -
Robin vegghilla
Vegghilla úr Robin línunni sem IKEA kynnti árið 1997. Hönnuð af Hagberg-systkinunum og framleidd úr filmuðu spónaplötuefni með birkikanti. Hillan er stílhrein, létt í útliti og hengd beint á vegg með falinni festingu. Tilvalin undir bækur, skrautmuni eða miðla. Nú eftirsótt safngripur sem fangar anda skandinavískrar hönnunar á níunda áratugnum.
Örlítil sprunga undir einni hillunni sjá mynd.
-
Teie – Hjólaborð
Létt og hagnýtt þjónustuborð með tveimur glerplötum og viðarramma. Hentar vel sem barborð, hliðarborð eða undir skraut og bækur. Á hjólum sem gera það auðvelt að færa á milli rýma. Tímalaus skandinavísk hönnun.
-
Bekkur 153A – Alvar Aalto
Klassískur bekkur eftir Alvar Aalto, hannaður árið 1945 fyrir Artek. Þessi útgáfa er með rimlayfirborði í náttúrulegum beyki og sveigðum fótum sem einkenna hönnun Aalto. Hrein form, hlý efni og tímalaus fagurfræði sem nýtur sín jafnt í forstofum, gangi, undir glugga eða í vinnurýmum.
Bekkurinn er í góðu ástandi með fallegri patínu.
ALLRA NÝJASTA
-
FYRIRMYNDARPARIÐ
11.800 kr.Skotglös eftir Guðrúnu Öyahals. Fætur glasanna eru afsteypur af fótum fyrirmyndarparsins BARBIE OG KEN og geta vegna lögunar þeirra aðeins staðið á hvolfi.
-
GLAS Á FÆTI
10.800 kr.Drykkjarglas og veggskúlptúr eftir Guðrúnu Öyahals. Glösin geta hangið á vegg og staðið á hvolfi en ekki er hægt að leggja þau frá sér á meðan drukkið er úr þeim. Verkin vour upphaflega gerð fyrir postulínssýningu Myndhöggvarafélagsins sem haldin var á Nýlistasafninu árið 2006.
-
4118 þriggja sæta – Kaare Klint
550.000 kr.Glæsilegur þriggja sæta sófi eftir Kaare Klint fyrir Rud. Rasmussen
-
Sjöur – Arne Jacobsen (6 saman)
280.000 kr.Sex sjöur eftir Arne Jacobsen í litnum nine grey. Einn stóll með lítilsháttar nudd á köntunum (sjá mynd) allir hinir í fullkomnu ástandi.
-
Allegretto Ritmico – Atelier Oï, Foscarini
150.000 kr.Original price was: 150.000 kr..90.000 kr.Current price is: 90.000 kr..Til sölu vegna flutninga.
-
Art Deco Waterfall kommóða
85.000 kr.Sjaldgæf og mjög falleg art deco kommóða. Uppgerð og í fínu standi.
Málin eru L 111 x H 86 x D 50
-
Tekk borðstofuborð
125.000 kr.Fallegt tekk borð, nýlega uppgert og í góðu ástandi miðað við aldurs
Stærð sirka 110x110x75
-
Picasso handlaug – Lusso Stone
25.000 kr.Picasso handlaug – Mött hvít, notuð í nokkra mánuði. Nýr hvítur click clack tappi fylgir.
L: 580 x H: 145 x D: 380 mm
-
Blaðagrind
18.000 kr. -
Formbeygður stóll
22.000 kr.









